Stundum þarf maður eitthvað sætt til að lina sykurþörfina og þá er þessi búðingur fullkominn, enda lumar hann á leynihráefni sem er hollt og gott.
Hráefni:
¼ bolli dökkt súkkulaði, brætt + grófsaxað til að skreyta með
2 þroskaðar lárperur
2 msk. kakó
¼ bolli möndlu- eða haframjólk
1 msk. hlynsíróp
1 tsk. vanilludropar
sjávarsalt
Aðferð:
Setjið öll hráefni í blandara og blandið þar til silkimjúkt, eða í um 45 sekúndur. Deilið blöndunni í fjórar krukkur og skreytið með súkkulaðibitum. Geymið í ísskáp þar til þetta er borið fram.