Það er fínt að brjóta upp mataræðið með góðu salati, en það tekur aðeins tíu mínútur að henda þessu salati saman sem er afar bragðgott.
Hráefni:
1 1/3 bolli basillauf
2 hvítlauksgeirar
1 msk. rauðvínsedik
2 tsk. sítrónusafi
1 tsk. salt
1 bolli valhnetur, grófsaxaðar
½ bolli ólífuolía
1 lítill brokkolíhaus
1 stórt epli, skorið í þunnar sneiðar
Aðferð:
Byrjum á að búa til pestó. Blandið basil, hvítlauk, rauðvínsediki, sítrónusafa, salti og 2/3 bolla af valhnetum saman í matvinnsluvél og blandið vel. Hafið matvinnsluvélina í gangi og blandið ólífuolíunni hægt saman við þar til pestóið er tilbúið. Smakkið til og setjið það í stóra skál. Skerið brokkolíið eins þunnt og þið getið og blandið saman við pestóið. Hrærið. Blandið eplunum saman við sem og restinni af valhnetunum. Blandið öllu vel saman og berið strax fram.