Ný vika, nýjar áskoranir í eldhúsinu. Hér eru nokkrir réttir sem geta veitt ykkur innblástur um hvað á að hafa í matinn í vikunni.
Uppskrift af Delish
Hráefni:
4 þorskaflök
salt og pipar
4 msk. ólífuolía
1 bolli kirsuberjatómatar
1 sítróna, skorin í sneiðar
2 hvítlauksgeirar, með hýði en mölvaðir
2 ferskar timjangreinar
2 msk. fersk steinselja, söxuð
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C og þurrkið fiskiflökin með pappírsþurrku. Kryddið með salti og pipar. Blandið olíu, tómötum, sítrónusneiðum, hvítlauk og timjan saman í meðalstórri skál. Takið til eldfast mót og penslið það með olíu. Hellið olíu- og tómatblöndunni í mótið og raðið fiskiflökunum ofan á. Bakið í um 15 mínútur, skreytið með steinselju, meiri sítrónusneiðum og berið fram.
Uppskrift af Delish
Hráefni:
2 msk. ólífuolía
3 kjúklingabringur
salt og pipar
2 msk. sesamolía
1 meðalstór laukur, saxaður
2 gulrætur, saxaðar
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 msk. engifer, smátt saxað
4 bollar soðin hvít hrísgrjón
3/4 bolli frosnar baunir
3 stór egg, þeytt
3 msk. sojasósa
2 vorlaukar, skornir þunnt
Aðferð:
Hitið olíuna í pönnu yfir meðalhita. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar báðum megin og eldið í 8 mínútur á hvorri hlið. Takið úr pönnunni og leyfið að hvíla í 5 mínútur. Skerið síðan í bita í munnbitastærð. Hitið 1 matskeið af sesamolíu í sömu pönnu og steikið lauk og gulrætur í um 5 mínútur. Bætið hvítlauk og engiferi út í og eldið í 1 mínútu til viðbótar. Hrærið hrísgrjónum og baunum saman við og eldið í 2 mínútur. Ýtið öllu til hliðar á pönnunni og hellið restinni af sesamolíunni á pönnuna. Bætið eggjunum út í og hrærið þar til þau eru næstum því elduð og blandið þá öllu saman á pönnunni. Bætið kjúklingi út í sem og soja sósu og vorlauk. Eldið í 1 mínútu og berið fram.
Uppskrift af Skinny Taste
‘
Hráefni:
1/2 lítill laukur, skorinn í teninga
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
3 meðalstórir kúrbítar, skornir í stóra bita
1 l kjúklinga- eða grænmetissoð
2 msk. fituskertur sýrður rjómi
salt og pipar
rifinn parmesan ostur
Aðferð:
Blandið kjúklingasoði, lauk, hvítlauk og kúrbít saman í stórum potti yfir meðalhita og náið upp suðu. Lækkið hita, setjið lok á pottinn og sjóðið í um 20 mínútur. Maukið súpuna með töfrasprota og bætið síðan sýrðum rjóma út í. Smakkið til og saltið og piprið eftir þörfum. Berið fram og skreytið með parmesan osti.
Uppskrift af Delish
Hráefni:
12 lasagnanúðlur
6 sneiðar beikon, skornar í litla bita
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
3 bollar spínat
1 bolli kirsuberjatómatar, skornir í helminga
1/2 bolli kjúklingasoð
2 bollar Caesar-salatsósa
1/2 bolli rifinn parmesan ostur
1 msk. sítrónusafi
chili flögur
salt og pipar
1 bolli rifinn kjúklingur
2 bollar rifinn ostur
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C. Eldið lasagnanúðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hellið vatninu af og raðið núðlunum á ofnplötu. Steikið beikon þar til það er stökkt og leggið það til þerris á pappírsþurrku. Halið beikonfeitinni á pönnunni og steikið hvítlauk yfir meðalhita í um 1 mínútu. Hrærið spínati og tómötum saman við og eldið í um 3 mínútur. Takið blönduna úr pönnunni. Hellið kjúklingasoði á pönnuna og náið upp suðu. Setjið Caesar-sósu, parmesan, sítrónusafa og chili flögur út í og saltið og pipar. Takið af hellunni. Setjið þunnt lag af sósu í botninn á eldföstu móti. Hellið smá sósu yfir núðlurnar og toppið síðan með kjúklingi, rifnum osti, beikoni og tómatablöndunni. Rúllið núðlunum upp og raðið þeim með sárið niður í eldfast mót. Hellið meiri sósu yfir þær og smá rifnum osti. Bakið í 15 til 20 mínútur.
Uppskrift af Delish
Hráefni:
450 g spagettí
2 bollar pítsasósa
2 bollar rifinn ostur
1 bolli rifinn parmesan ostur
1/4 bolli lítil pepperóní
1 græn paprika, söxuð
1/4 bolli ólífur, skornar í sneiðar
1 tsk. ítalskt krydd
salt og pipar
1 msk. fersk steinselja, söxuð
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C. Sjóðið spagettí samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hellið vatninu af en hafið spagettí í pottinum. Bætið pítsasósu, 1 bolla af rifnum osti, 1/2 bolla af parmesan, pepperóní, papriku og ítölsku kryddi saman við. Hellið blöndunni í eldfast mót. Setjið restina af rifna ostinum og parmsean ofan á blönduna og skreytið með litlu pepperóní. Bakið í um 30 mínútur, skreytið með steinselju og berið fram.