fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Matur

Ketó-snarl sem hittir í mark: Ofnbakaður Brie-ostur með hnetum og kryddjurtum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 14. janúar 2019 10:00

Unaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta snarl er einstaklega einfalt en hverfur eins og dögg fyrir sólu þegar það er borið á borð. Við mælum því með að gera tvöfaldan skammt – svona til öryggis.

Ofnbakaður Brie-ostur með hnetum og kryddjurtum

Hráefni:

1 Brie-ostur (150 g)
30 g pekan- eða valhnetur, saxaðar
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1 msk. ferskt rósmarín, timjan eða steinselja, smátt saxað
1/2 msk. ólífuolía
salt og pipar

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C og setjið ostinn á smjörpappírsklædda plötu eða bakka. Blandið hnetum, hvítlauk og kryddjurtum vel saman og bætið olíu út í. Saltið og piprið. Skellið hnetublöndunni ofan á ostinn og bakið í 10 mínútur eða þar til osturinn er mjúkur og hneturnar ristaðar. Berið fram heitt eða volgt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum