Fjölmargir glíma við glútenóþol eða -ofnæmi og þurfa að vanda valið þegar kemur að mat. Hér er frábær uppskrift að glútenfríum pönnukökum sem virkilega bráðna í munni.
Hráefni:
1/3 bolli grísk jógúrt
2 msk. hlynsíróp
3 stór egg, aðskilin
2 msk. smjör, brætt
1/3 bolli kókoshveiti
1/2 tsk. matarsódi
smá salt
Aðferð:
Blandið jógúrt, eggjarauðum, sírópi og smjöri vel saman í skál. Blandið síðan þurrefnunum saman við þar til blandan er kekkjalaus. Stífþeytið eggjahvíturnar í 4-5 mínútur. Blandið þeim síðan varlega saman við deigið með sleif eða sleikju. Spreyið bökunarspreyi á stóra pönnu, eða bræðið smá smjör, yfir meðalhita. Steikið hverja pönnuköku í um 1-2 mínútur, snúið henni síðan við og steikið í 1-2 mínútur til viðbótar. Tilvalið er að bera þessar fram með smjöri eða sírópi.