fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Matur

Paleo-pítsa: Fullkominn föstudagsmatur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 11. janúar 2019 11:30

Virkilega góður kvöldmatur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru einhverjir búnir að breyta um mataræði eftir jólin, en þeir sem eru á svokölluðu steinaldarfæði, eða paleo, ættu að fíla þessa pítsu.

Paleo-pítsa

Hráefni:

2 1/2 bolli möndlumjöl
1/2 tsk lyftiduft
1 tsk ítalskt krydd
1/2 tsk hvítlaukskrydd
1/2 tsk salt
3 stór egg
2 msk ólífuolía
1/2 bolli pítsasósa
1 bolli mjólkurlaus ostur, rifinn
1/4 bolli pepperóní
1/4 rauðlaukur, þunnt skorinn
1/2 græn paprika, þunnt skorin
1/4 bolli svartar ólífur, skornar í sneiðar
2 sveppir, skornir í sneiðar
chili flögur

Aðferð:

Hitið ofninn í 220°C. Blandið saman mjöli, lyftidufti, ítölsku kryddi, hvítlaukskryddi og salti í skál. Þeytið egg og olíu saman í annarri skál og blandið því síðan saman við þurrefnin. Blandið þar til deigið er orðið þétt og gott í sér. Setjið deigið á smjörpappír, setjið smjörpappírsörk yfir það og fletjið út. Takið smjörpappírinn sem er ofan á og færið pítsabotninn yfir á ofnplötu. Bakið þar til botninn er búinn að taka lit, eða í um 10 mínútur. Dreifið pítsasósu yfir botninn og setjið ost, pepperóní, rauðlauk, papriku, ólífur og sveppi ofan á. Bakið í 10 mínútur í viðbót. Stillið á grillstillingu og grillið í 2 mínútur, eða þar til osturinn er gullinbrúnn. Takið úr ofni, skreytið með chili flögum og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma