Elskar þú hnetusmjör? Hvað með súkkulaði? Ef svarið við þessum spurningum er já er þetta eftirréttur fyrir þig. Og það sem meira er – það þarf ekki að baka hann.
Hráefni:
115 g smjör
1 bolli + 2 msk. hnetusmjör
1 bolli hafrakex, mulið
1 bolli flórsykur
1 bolli súkkulaðibitar
Aðferð:
Takið til form sem er sirka 20×20 sentímetra stórt. Klæðið það með álpappír. Bræðið smjörið í örbylgjuofni í um 1 mínútu, eða þar til það er bráðnað. Bætið 1 bolla af hnetusmjöri, hafrakexmylsnu og flórsykri saman við og hrærið vel. Dreifið úr blöndunni í formið og þrýstið í botninn. Kælið í ísskáp. Setjið súkkulaði og 2 matskeiðar af hnetusmjöri í skál og bræðið í örbylgjuofni í 30 sekúndur í senn þar til allt er bráðnað. Munið að hræra vel eftir hvert holl. Dreifið silkimjúku súkkulaðinu yfir botninn og kælið í um klukkustund. Skerið í bita og njótið.