Stundum er nauðsynlegt að hressa sig við á dimmum og köldum vetrardögum. Þessi kaka ætti að sjá til þess.
Kaka – Hráefni:
1¾ bolli hveiti
1¾ tsk. kanill
½ tsk. lyftiduft
½ tsk. matarsódi
¼ tsk. salt
¼ tsk. negull
¼ tsk. allrahanda krydd
1/8 tsk. engifer
½ bolli grænmetisolía
½ bolli hunang
2 stór egg
½ bolli sykur
½ bolli púðursykur
½ bolli + 2 msk. heitt kaffi
2 msk. nýkreistur appelsínusafi
½ tsk. vanilludropar
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C og smyrjið hringlaga form sem er sirka tuttugu sentímetra stórt. Klæðið það með smjörpappír og pakkið botninum inn í álpappír. Blandið hveiti, kanil, lyftidufti, matarsóda, salti, negul, allrahanda og engiferi vel saman í skál. Blandið hunangi og olíu saman í lítilli skál. Þeytið eggin með sykri og púðursykri í um fjórar mínútur. Blandið olíublöndunni varlega saman við í um 1 mínútu. Blandið kaffi, appelsínusafa og vanilludropum saman í skál. Blandið síðan hveitiblöndunni og kaffiblöndunni við restina af deiginu til skiptis þar til allt er blandað saman. Hellið deiginu í formið og bakið í 55 mínútur. Leyfið kökunni að kólna alveg áður en hún er skreytt með kremi.
Krem – Hráefni:
1 bolli sykur
¼ bolli + 1 msk. hveiti
1 bolli mjólk
230 g mjúkt smjör
1 tsk. rifinn appelsínubörkur
1 tsk. vanilludropar
¼ tsk. salt
Aðferð:
Gott er að búa til kremið á meðan kakan kólnar. Blandið ½ bolla af sykri saman við hveitið í litlum potti og þeytið mjólkinni saman við. Náið upp suðu yfir lágum til meðalhita og þeytið stanslaust. Þetta tekur um 10 mínútur. Hellið í skál sem þolir hita og lokið með plastfilmu. Látið kólna í 1 klukkustund. Þeytið smjör og ½ bolla af sykri vel saman sem og appelsínuberkinum. Blandið kældu hveiti blöndunni saman við, einni teskeið í einu þar til allt er blandað saman. Blandið vanilludropum og salti saman við og þeytið vel. Skreytið kökuna með kreminu og njótið.