Stundum langar mann bara í smá sætindi eftir matinn og þá er þessi eftirréttur tilvalinn til að mæta sætindaþörfinni.
Hráefni:
12 Oreo-kex
1½ bolli mjólkursúkkulaði
2 tsk. kókosolía
¼ bolli hvítt súkkulaði
Aðferð:
Takið til bakka og setjið smjörpappírsörk á hann. Setjið mjólkursúkkulaði og olíu í skál og bræðið í örbylgjuofni í 30 sekúndna hollum. Passið að hræra alltaf á milli holla þar til súkkulaðið er bráðnað og silkimjúkt. Súkkulaðihúðið hvert Oreo-kex en gott er að nota gaffall til að ná kexinu upp úr skálinni. Raðið kexunum á bakkann og kælið í ísskáp þegar þið eruð búin að húða öll kexin. Bræðið síðan hvítt súkkulaði og skreytið. Einfalt og fljótlegt!