Þó brauð eigi eftir að eiga góða endurkomu á þessu ári eru margir sem forðast að leggja sér það til munns. Hér er því góð leið til að búa til grillaða samloku án þess að nota hefðbundið brauð.
Hráefni:
1 blómkálshaus, skorinn í mjög litla bita, líkt og hrísgrjón
2 egg, þeytt
½ bolli parmesan ostur, rifinn
½ tsk. oreganó
1½ bolli rifinn ostur
Aðferð:
Blandið blómkáli, eggjum, parmesan og oreganó vel saman í skál. Saltið og piprið. Hitið pönnu yfir meðalhita og spreyið hana með bökunarspreyi. Setjið vænan skammt af deiginu á pönnuna. Mótið brauðsneið úr deiginu, en hægt er að steikja tvær sneiðar í einu. Steikið í fimm mínútur og snúið við og steikið í þrjá mínútur til viðbótar. Toppið aðra sneiðina með osti og setjið hina sneiðina ofan á ostinn. Steikið þar til osturinn bráðnar, í um 2 mínútur á hvorri hlið. Berið strax fram.