Nú stendur Veganúar yfir og því tilvalið að leika sér með rétti sem innihalda ekki dýraafurðir. Gott dæmi er falafel, réttur sem á líklega upptök sín í Egyptalandi. Hægt er að bera falafel fram með ýmsu, hvort sem það er góð sósa, brauð, grænmeti eða hrísgrjón.
Hráefni:
425 g kjúklingabaunir, án safa
4 hvítlauksgeirar, grófsaxaðir
1 skalottlaukur, grófsaxaður
2 msk. fersk steinselja, grófsöxuð
1 tsk. þurrkað kúmen
1 tsk. þurrkaður kóríander
2 msk. hveiti
salt og pipar
grænmetisolía til að steikja
Aðferð:
Blandið kjúklingabaunum, hvítlauk, lauk, steinselju, kúmen, kóríander og hveiti saman í matvinnsluvél. Saltið og piprið. Blandið þar til blandan minnir á þykkt deig. Mótið kúlur úr deiginu. Hitið olíu, nóg til að hylja kúlurnar, í potti. Olían þarf að vera sjóðandi heit. Steikið kúlurnar þar til þær eru gullinbrúnar og flytjið þær síðan yfir á pappírsþurrku til að þerra olíuna. Saltið samstundis og berið fram.