fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Matur

Matseðill vikunnar: Ketó taco tryllingur, vegan súpa og fullkominn föstudagsmatur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 7. janúar 2019 13:00

Girnilegur matseðill.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þá byrjum við aftur á matseðli vikunnar eftir gott jólafrí, en á þessum matseðli ættu allir að finna eitthvað við hæfi – hvort sem þeir eru vegan, ketó eða hvað sem er.

Mánudagur – Rækjuréttur

Uppskrift af Delish

Hráefni:

2 msk. ólífuolía
450 g risarækjur, hreinsaðar
salt og pipar
1 msk. sesamolía
1 lítill brokkolíhaus, skorinn í bita
225 g sykurbaunir
1 rauð paprika, skorin í sneiðar
3 hvítlauksgeirar, maukaðir
1 msk. engifer, smátt skorið
½ bolli sojasósa
1 msk. maíssterkja
safi úr einu súraldin
2 msk. púðursykur
chili flögur

Aðferð:

Hitið ólífuolíu í pönnu yfir meðalhita. Bætið rækjum út í og kryddið með salti og pipar. Eldið þar til þær verða bleikar, eða í fimm mínútur, og takið þær síðan úr pönnunni. Setjið pönnuna aftur á helluna og hitið sesamolíuna. Setjið brokkolí, baunir og papriku á pönnuna og eldið þar til mjúkt, eða í um 7 mínútur. Bætið hvítlauk og engiferi saman og eldið í 1 mínútu til viðbótar. Blandið sojasósu, maíssterkju, súraldinsafa, púðursykri og chili flögum saman í lítilli skál. Bætið út í pönnuna og hrærið vel saman. Bætið rækjunum út í og eldið í um 2 mínútur.

Rækjuréttur.

Þriðjudagur – vegan súpa

Uppskrift af I Heart Umami

Hráefni:

1 paprika, smátt skorin
340 g blómkál, skorið í bita
280 g brokkolí, skorið í bita
280 g eggaldin, skorið í teninga (má sleppa)
6 msk. ólífuolía
salt og pipar
2 msk. saxaður hvítlaukur
1 msk. saxað engifer
2 stórir skallotlaukar, smátt skornir
1 tsk. túrmerik
1 tsk. kóríander
1 tsk. kúmen
400 ml kókosmjólk
1½ msk. möndlusmjör
1-1½ msk. tamarind

Aðferð:

Hitið ofninn í 215°C og raðið grænmeti í ofnplötu sem er klædd með smjörpappír. Drissið ólífuolíu yfir og saltið og piprið. Blandið vel saman. Bakið í 25 til 30 mínútur. Setjið 3 matskeiðar af ólífuolíu í stóra pönnu og steikið hvítlauk, engifer og lauk í um 2 mínútur. Lækkið hitann og bætið túrmerik, kóríander og kúmen og steikið í þrjátíu sekúndur. Bætið kókosmjólk, möndlusmjöri og tamarind saman við og hrærið vel í 2 til 3 mínútur. Bætið grænmetinu við sósuna, blandið saman og berið fram.

Vegan súpa.

Miðvikudagur – Ketó taco tryllingur

Uppskrift af Cast Iron Keto

Hráefni:

1 msk. lárperuolía
450 g nautahakk
½ laukur, smátt skorinn
½ paprika, smátt skorin
100 g grænn chili
3 msk. taco krydd
2 tómatar, skornir í teninga
340 g blómkál, skorið smátt líkt og hrísgrjón
1 bolli rifinn ostur
1 lárpera, skorin í teninga
jalapeño
sýrður rjómi
kóríander

Aðferð:

Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið hakkinu út í og eldið þar til það brúnast. Bætið lauk, papriku og taco kryddi saman við og steikið í 3 mínútur til viðbótar. Hrærið chili og tómötum saman við, sem og blómkálshrísgrjónunum. Eldið í 5 til 7 mínútur þar til mestur vökvi hefur gufað upp. Dreifið osti yfir og setjið lok á pönnuna. Eldið í 2 mínútur, eða þar til ostur hefur bráðnað. Takið af hellunni og skreyið með lárperu, jalapeño, sýrðum rjóma, kóríander eða hverju sem er. Berið strax fram.

Taco tryllingur.

Fimmtudagur – Grísk grilluð samloka

Uppskrift af Delish

Hráefni:

mjúkt smjör
8 sneiðar súrdeigsbrauð
3 bollar rifinn ostur
1 bolli fetaostur
1 dós steikt rauð paprika (eða steikið sjálf papriku)
½ bolli ólífur, skornar í helminga
2 msk. ferskt dill

Aðferð:

Smyrjið aðra hliðina á hverri sneið. Setjið aðra sneið á hverri samloku á pönnu yfir meðalhita með smjörhliðina niður. Setjið ¼ af osti, fetaosti, papriku, ólífum og dilli á hverja brauðsneið og lokið með brauðsneið og látið smjörhliðina snúa upp. Eldið í um 2 til 3 mínútur, snúið samlokunni við og steikið í 2 til 3 mínútur til viðbótar. Berið strax fram.

Grilluð samloka.

Föstudagur – Pítsa Quesadilla

Uppskrift af Pumpkin ´n Spice

Hráefni:

1 msk. smjör
2 stórar hveiti tortilla-kökur
2 msk. pítsasósa
¼ bolli rifinn ostur
10 pepperóní sneiðar
¼ tsk. ítalskt krydd
smá hvítlaukskrydd

Hráefni:

Bræðið smjör yfir meðalhita á stórri pönnu. Leggið tortilla-kökur á flatan borðflöt og dreifið pítsasósunni yfr aðra þeirra. Dreifið osti, pepperóní, ítölsku kryddi og hvítlaukskryddi yfir sósuna og lokið þessu með hinni tortilla-kökunni. Leggið „samlokuna“ varlega á pönnuna og steikið á hvorri hlið í 3 til 4 mínútur. Berið strax fram, hugsanlega með meiri pítsasósu.

Pítsa quesadilla.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum