fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Matur

Ketóvænt kökudeig sem rennur ljúflega niður

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 7. janúar 2019 15:00

Fitubomba.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta lágkolvetna kökudeig er algjör unaður og um að gera að gera kúlur úr því í munnbitastærð og geyma í frystinum þegar að sykurþörfin gerir vart við sig.

Ketóvænt kökudeig

Hráefni:

8 msk. mjúkt smjör
1/3 bolli ketóvænt sætuefni, til dæmis Swerve
½ tsk. vanilludropar
½ tsk. salt
2 bollar möndlumjöl
2/3 bolli sykurlaust, dökkt súkkulaði, grófsaxað

Aðferð:

Þeytið smjör þar til það er létt og ljóst. Bætið sætuefni, vanilludropum og salti saman við og þeytið vel. Blandið mjölinu varlega saman við og síðan súkkulaðibitunum. Setjið plastfilmu yfir skálina og setjið í ísskáp í 15 til 20 mínútur. Búið til litlar kúlur úr kökudeiginu og geymið þær í ísskáp þar sem þær geymast í viku, eða í frysti þar sem þær geymast í mánuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum