Svokallað French Toast er einstaklega huggulegur morgunmatur eða tilvalinn réttur í dögurð en hér er ein einföld og æðisleg uppskrift að þessum gómsæta brauðrétt.
Hráefni:
1 brauðhleifur
8 stór egg
1 1/2 bolli nýmjólk
2/3 bolli rjómi
1/4 bolli hlynsíróp
1/4 bolli sykur
1/2 tsk. vanilludropar
1 1/2 tsk. kanill
3/4 bolli pekanhnetur, saxaðar
1/2 bolli heilar pekanhnetur
Hlynsírópsgljái – Hráefni:
3 msk. smjör
3 msk. hlynsíróp
1/3 bolli flórsykur
2 tsk. rjómi
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C. Skerið brauðið í sneiðar. Blandið eggjum, mjólk, 2/3 bolla af rjóma, 1/4 bolla af hlynsírópi, sykur, vanilludropum og kanil vel saman. Bætið söxuðum pekanhnetum saman við og blandið saman með sleif eða sleikju. Raðið brauðsneiðunum í stórt eldfast mót og hellið eggjablöndunni yfir. Passið að brauðið sé gegnblautt. Raðið heilu pekanhnetunum ofan á. Lokið eldfasta mótinu með álpappír og bakið í 20 mínútur. Takið álpappír af og bakið í 15 til 20 mínútur til viðbótar. Á meðan brauðið bakast er um að gera að búa til gljáann. Bræðið smjör og síróp í potti yfir meðalhita. Takið af hita og blandið sykri og rjóma saman við þar til allt er vel blandað saman og orðið að þykkum glassús. Drissið glassúrnum yfir brauðið og berið strax fram.