Þessar vöfflur eru í hollari kantinum og alveg tilvalið að bjóða upp á þær með morgunkaffinu um helgina.
Hráefni:
6 stór egg
2 bananar, maukaðir
2 msk. möndlusmjör
3 msk. heilhveiti eða kínóa
salt
½ tsk. kanill
Aðferð:
Hitið vöfflujárnið. Blandið öllum hráefnum vel saman í skál með gaffli. Smyrjið vöfflujárnið aðeins með smjöri eða bökunarspreyi. Setjið deig í járnið og bakið þar til vöfflurnar eru gullinbrúnar. Endurtakið þar til allt deigið er búið. Svo er um að gera að bera vöfflurnar fram með einhverju gómsætu eins og sírópi, rjóma, berjum eða möndlusmjöri.