Ristað brauð er fastur liður hjá mörgum, hvort sem það er á morgnana eða um síðdegisbil. Þeir sem vilja forðast brauðið geta hins vegar vel nýtt sér annað hráefni í staðinn fyrir brauð – nefnilega sæta kartöflu.
Sæta kartaflan er í raun bara skorin í sneiðar, líkt og um brauð væri að ræða, og sett í brauðristina alveg eins og þegar brauð er ristað í því ágæta eldhústæki. Síðan er hvað sem er sett ofan á kartöfluna, eins og sést í meðfylgjandi myndbandi.
Við erum sérstaklega hrifin af því að mauka lárperu og skella henni ofan á kartöfluna með smá salti, chili flögum og súraldinsafa.