fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Matur

Svona hreinsar hún líkamann eftir sukkið: „Hreinsar allar pípurnar“ – Sjáið uppskriftina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 4. janúar 2019 12:00

Padma hreinsar líkamann reglulega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Padma Lakshmi, sem er hvað þekktust fyrir að stjórna matreiðslukeppninni Top Chef á sjónvarpsstöðinni Bravo, er mikill matgæðingur, en þegar hún hefur gert aðeins of vel við sig í mat og drykk hreinsar hún líkamann með sérstökum drykk sem hún kallar Cranberry Drano.

Padma segir frá þessu í myndbandi á Instagram og deilir einnig uppskrift að þessum hreinsandi drykk.

„Jæja, hátíðarnar eru afstaðnar og flest okkar hafa látið ýmislegt eftir okkur – og við þurfum örugglega hreinsun. Alveg eins og alltaf þegar ég er búin með seríu af Top Chef því ég er full af mat,“ segir Padma í myndbandinu og heldur áfram.

„Ein aðferð sem virkar fyrir mig er drykkur sem heitir Cranberry Drano því hann hreinsar allar pípurnar, ýtir við öllu og lætur mér líða eins og ég sé hrein.“

Padma tekur það fram að þessi drykkur komi alls ekki í staðinn fyrir máltíðir en hér á eftir fylgir uppskriftin.

https://www.instagram.com/p/BsJO1prBLOx/

Cranberry Drano

Hráefni:

1/2 bolli lífrænn trönuberjasafi án sykurs
1 msk. trefjaduft
1 pakki Emergen-C, eða annað C-vítamín duft eða C-vítamín freyðitafla
1 bolli heitt grænt te blandað við 1 msk. af hunangi
4-5 ísmolar

Aðferð:

Öllu blandað saman og drukkið með gleði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma