Á nýju ári er gaman að prófa eitthvað nýtt og mælum við heilshugar með þessum spagettí bolognese og bruschettum með tómötum og basil.
Hráefni:
500 gr nautahakk
400 gr niðursoðnir tómatar
2 skallotlaukar
4 hvítlauksrif
10 basillauf
1 tsk. Prima timjan krydd
1 tsk. Prima paprikuduft
¼ tsk. Prima cayenne pipar
rifinn mozzarella ostur
Aðferð:
Laukarnir eru steiktir á pönnu og hakkinu er síðan bætt við og brúnað. Því næst er kryddunum og tómötunum bætt saman við og látið malla í minnsta kosti 10 mínútur. Basilíka er söxuð og bætt saman við sósuna.
Spagettí er soðið og blandað saman við.
Því næst er rifnum osti bætt ofan á og bakað inni í ofni við 200°C þar til osturinn hefur bráðnað og er byrjaður að gyllast.
Hráefni:
2 box tómatar
10 basillauf
3 msk. ólífuolía
parmesan ostur
salt
pipar
Aðferð:
Allt er skorið smátt og öllu blandað saman.
Snittubrauð er skorið í sneiðar og ristað inní ofni með smá ólífuolíu við 200°C í um það bil 5 mínútur.
Tómötunum er raðað ofaná og parmesan ostur rifinn yfir.