fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Spagettí bolognese og bruschettur með tómötum og basil

Erla eldar
Föstudaginn 4. janúar 2019 14:00

Girnilegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á nýju ári er gaman að prófa eitthvað nýtt og mælum við heilshugar með þessum spagettí bolognese og bruschettum með tómötum og basil.

Spagettí bolognese

Hráefni:

500 gr nautahakk
400 gr niðursoðnir tómatar
2 skallotlaukar
4 hvítlauksrif
10 basillauf
1 tsk. Prima timjan krydd
1 tsk. Prima paprikuduft
¼ tsk. Prima cayenne pipar
rifinn mozzarella ostur

Aðferð:

Laukarnir eru steiktir á pönnu og hakkinu er síðan bætt við og brúnað. Því næst er kryddunum og tómötunum bætt saman við og látið malla í minnsta kosti 10 mínútur. Basilíka er söxuð og bætt saman við sósuna.

Spagettí er soðið og blandað saman við.

Því næst er rifnum osti bætt ofan á og bakað inni í ofni við 200°C þar til osturinn hefur bráðnað og er byrjaður að gyllast.

Bruschetta með tómötum og basil

Hráefni:

2 box tómatar
10 basillauf
3 msk. ólífuolía
parmesan ostur
salt
pipar

Aðferð:

Allt er skorið smátt og öllu blandað saman.

Snittubrauð er skorið í sneiðar og ristað inní ofni með smá ólífuolíu við 200°C í um það bil 5 mínútur.

Tómötunum er raðað ofaná og parmesan ostur rifinn yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb