fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Matur

Snickers-kaka sem ætti að vera ólögleg

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 26. september 2018 21:41

Kökurnar gerast ekki mikið girnilegri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumar kökur eru svo rosalegar að það ætti eiginlega að banna þær. Þessi Snickers-kaka er ein slík. Hún er í raun bara eins og eitt, stórt Snickers-stykki.

Þessa þarf að nostra vel við, en það er vel þess virði þegar hún er loksins tilbúin og rennur ljúflega niður í öllu sínu veldi.

Svaðaleg Snickers-kaka

Botn

3/4 bolli salthnetur
1 bolli hveiti
2 msk púðursykur
1/2 tsk sjávarsalt
115g kalt smjör (skorið í teninga)
smá vatn (ef þarf)

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og takið til hringlaga form, sirka 22 sentímetra stórt. Smyrjið það lauslega með smjöri eða bökunarspreyi.Setjið salthnetur í matvinnsluvél og malið þar til þær líkjast mjöli. Blandið síðan hveiti, púðursykri og salti vel saman við.

Brytjið smjörið út í hveitilbönduna og vinnið smjörið í deigið með höndunum. Þetta tekur smá tíma en útkoman ætti að vera fallegt og massívt deig. Ef það er of þurrt má bæta smá ísköldu vatni saman við, en bara einni matskeið í einu.
Þrýstið deiginu í botninn og upp hliðarnar á forminu og setjið í frysti í um tíu mínútur. Nú, eða lengur ef ekki er von á gestum alveg strax.

Setjið smjör- eða álpappír ofan á botninn og smellið einhverju þungu ofan á sem þolir hitann í ofninum. Margir eiga sérstök baksturslóð til þess, en ég nota bara nokkur, lítil kökuform, sem ég þyngi með til dæmis hrísgrjónum. Þetta er gert svo botninn blási ekki út. Bakið botninn svona í tuttugu mínútur. Takið síðan smjör- eða álpappírinn af, sem og lóðin, og bakið í 10 til 15 mínútur til viðbótar. Leyfið botninum alveg að kólna áður en einhverju er skellt á hann.

Þessa verða allir að smakka.

Epli

4 meðalstór epli (afhýdd og skorin í teninga)
2 msk smjör
1/2 msk ferskur sítrónusafi

Aðferð:

Bræðið smjör á pönnu við meðalhita. Steikið síðan eplin í 5 til 7 mínútur, eða þar til þau eru mjúk. Takið pönnuna af hellunni og blandið sítrónusafanum saman við. Leyfið eplunum að kólna áður en þeim er dreift yfir botninn.

Hnetukaramella

1 bolli sykur
6 msk smjör
1/2 bolli rjómi
1 tsk sjávarsalt
1 bolli salthnetur

Aðferð:

Bræðið sykur á pönnu yfir meðalhita og hrærið stanslaust í honum. Fyrst mun hann verða að kögglum og síðan bráðna í ljósbrúna blöndu. Þegar sykurinn er bráðnaður bætið þið smjörinu út í og hrærið áfram stanslaust. Passið ykkur því blandan mun bubbla og láta illa þegar smjörið snertir sykurinn. Hrærið þar til allt smjörið er bráðnað og búið að blandast saman við sykurinn. Hér er gott að nota písk.

Hellið síðan rjómanum varlega út í á meðan þið hrærið en blandan mun aftur láta illa. Leyfið þessu að sjóða í um 1 mínútu en haldið áfram að hræra stanslaust. Takið pönnuna af hellunni og blandið salthnetum og salti saman við. Hellið sósunni í skál og leyfið henni að ná stofuhita. Hellilð henni síðan yfir eplin og kælið herlegheitin í ísskáp í um hálftíma.

Núggat

1 dós Marshmallow Fluff (Sykurpúðakrem)
1 bolli flórsykur
1/4 bolli hnetusmjör

Aðferð:

Blandið öllum hráefnunum vel saman í skál þar til blandan helst vel saman, en er örlítið klístruð. Dreifið núggatinu jafnt yfir karamellusósuna og setjið inní ísskáp á meðan súkkulaðibráðin er búin til.

Súkkulaðitoppur

170g mjólkursúkkulaði
1 msk hnetusmjör (kúffull)

Aðferð:

Setjið súkkulaði og hnetusmjör saman í skál sem þolir örbylgjuofn. Hitið þetta í þrjátíu sekúndur í einu og hrærið á milli þar til allt er bráðnað og blandað saman. Hellið súkkulaðitoppinum yfir núggatið og skreytið jafnvel með söxuðum salthnetum og karamellukurli.

Svakalegt!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
21.12.2023

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi