Sylvía Haukdal Brynjarsdóttir er menntaður pastry chef úr Le Cordon Bleu og starfar hún í Sætum Syndum. Sylvía er einnig lífsstílsbloggari á síðunni Ynjur.is þar sem hún er dugleg að deila með lesendum sínum girnilegum uppskriftum.
Þessi uppskrift er af svo kölluðum No bake hnetusmjörs hafraklöttum.
120 gr smjör
4 dl sykur
100 ml mjólk
4 msk kakó
1 dl hnetusmjör (creamy)
1 tsk vanilludropar
6 1/2 dl gróft haframjöl
Hvítt súkkulaði og sjávarsalt til skreytingar
Smjör, sykur, mjólk og kakó sett í pott. Leyft að sjóða í ca. 1 mín.
Hnetusmjöri og vanilludropum hrært saman við.
Blöndunni hellt yfir haframjölið og hrært vel saman.
Sett á bökunarpappír í mót og inn í frysti í 10-15 mín.
Tekið úr frysti og skreytt með hvítu súkkulaði, sjávarsalti stráð yfir. Sett aftur í frysti í 10-15 mín.
Athugið: Geymist í kæli eða frysti.
Hægt er að fylgjast með Sylvíu á Snapchat: shaukdal