Nachos ídýfan er tilvalin fyrir hvaða partý sem er, þar á meðal Eurovision partý.
Þessi uppskrift kemur frá Þórunni vinkonu minni og eru bráðum tuttugu ár síðan hún kynnti þessa dásamlegu uppskrift fyrir mé og verð ég að segja að hún er frábærlega fersk og góð og erfitt að hætta þegar maður byrjar.
1 lítil krukka salsasósa (medium)
1 dós rjómaostur (við stofuhita)
1 rauðlaukur
Iceberg (sirka ¼ haus eftir stærð)
1 rauð paprika
½ púrrulaukur
Nokkrir sveppir (sirka 8 stykki)
Mini tómatar og nokkrir hringir af blaðlauk til skrauts
Nachos (saltað/venjulegt finnst mér passa best og hringlóttu flögurnar frá Santa Maria henta vel)
Aðferð:
1) Setjið salsasósu og rjómaost í hrærivélarskálina og blandið þar til kekkjalaust og létt í sér.
2) Saxið rauðlauk mjög smátt og dreifið í botninn á þeirri skál/fati/bakka sem verður fyrir valinu.
3) Smyrjið rjómaostblöndunni yfir rauðlaukinn.
4) Saxið grænmetið smátt (nema tómata) og dreifið yfir blönduna (að sjálfsögðu má nota annað grænmeti, bara það sem ykkur þykir gott).
5) Skerið nokkra mini tómata til helminga og skreytið.
6) Gott er að kæla nachos-dýfuna aðeins áður en hennar er notið en þó ekki nauðsynlegt.