Hanna Þóra Helgadóttir bloggari á fagurkerar.is deilir ljúffengri uppskrift að hollum og bragðgóðum kotasælubollum. Bollurnar eru einfaldar og fljótlegar í gerð.
400 g haframjöl
1 stór dós kotasæla
4 egg
2 tsk. vínsteinslyftiduft
Salt/krydd eftir smekk
Fetaostur
Byrjið á því að mala haframjölið, gott er að nota matvinnsluvél, blandara eða töfrasprota. Þegar það er tilbúið færið það þá yfir í skál. Bætið út í salti og kryddi eftir smekk ásamt lyftiduftinu. Hrærið saman kotasæluna og eggin í tækinu. Blandið öllu saman og mótið bollur, bætið fetaosti ofan á bollurnar fyrir bakstur. Bakið á blæstri við 200°C í 20 mínútur.