fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Matur

Þið þurfið ekki að leita lengra: Fallegasta marengstertan er fundin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 4. desember 2018 20:00

Jólafegurð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það styttist í jólin og margir sem bjóða upp á sérstaklega hátíðlega eftirrétti um jól. Við rákumst á þessa marengstertu á vafri okkar um internetið og erum sannfærð um að þessi sé sú allra fallegasta.

Piparmyntu marengsterta

Botnar – hráefni:

6 eggjahvítur (150 g)
300 g sykur
¼ tsk. cream of tartar
½ tsk. piparmyntudropar (eða meira eftir smekk)
rauður matarlitur (má sleppa)

Aðferð:

Hitið ofninn í 100°C. Takið til smjörpappír og teiknið þrjá hringi, einn 23 sentímetra stóran, einn 20 sentímetra stóran og einn 13 sentímetra stóran. Takið til tvær ofnplötur ef hringirnir passa ekki allir á eina og raðið hringjunum á plöturnar. Takið til tandurhreina skál. Þeytið eggjahvítur þar til þær freyða. Blandið síðan sykrinum smátt og smátt saman við á meðan þið hrærið og blandið síðan cream of tartar saman við. Stífþeytið í um 15 mínútur. Bætið piparmyntudropunum saman við og þeytið í þrjátíu sekúndur til viðbótar. Skellið marengsblöndunni á hringina og dreifið úr þessu með skeið. Takið ykkur tannstöngul í hönd, dýfið honum ofan í rauðan matarlit og dreifið úr matarlitnum hér og þar í marengsinum. Setjið inn í ofn og bakið í eina og hálfa klukkustund. Ekki opna ofninn fyrr en baksturstíminn er liðinn. Opnið þá ofninn, slökkvið á honum og leyfið marengsinum að kólna inni í ofninum.

Við elskum þessa tertu.

Hvít súkkulaði mús – Hráefni:

425 g rjómi
250 g hvítt súkkulaði

Aðferð:

Grófsaxið súkkulaðið og setjið í stóra skál. Hitið rjómann í litlum potti og takið hann af hitanum áður en rjóminn byrjar að sjóða. Hellið rjómanum yfir súkkulaðið og leyfið þessu að hvíla í 5 til 10 mínútur. Blandið þessu vel saman, setjið plastfilmu á skálina og kælið í 2 klukkustundir eða yfir nótt. Stífþeytið svo rjómann.

Skreytingar – Hráefni:

nammistafur, mulinn
litlir sykurpúðar
brómber
rautt og hvítt kökuskrautt
50 g dökkt súkkulaði, brætt

Aðferð:

Bræðið smá súkkulaði og kælið þar til það nær stofuhita. Takið til kökudisk og setjið stærsta marengshringinn á diskinn. Dreifið helmingnum af súkkulaðimúsinni yfir botninn, setjið næststærsta botninn ofan á og dreifið næstum því allri restinni af músinni ofan á. Setjið minnsta botninn þar ofan á og skellið restinni af músinni á toppinn. Skreytið með brómberjum, mulnum nammistaf, sykurpúðum og kökuskrauti. Drissið súkkulaðinu yfir tertuna. Þessi geymist í ísskáp í fjóra til fimm daga í góðu íláti.

Þessi á heima á veisluborði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum