Svokallaður taco-þriðjudagur, eða „taco Tuesday“, er gríðarlega vinsælt hugtak í matarheimum. Því bjóðum við upp á uppskrift að girnilegu laxa taco-i í dag í tilefni dagsins.
Lax – Hráefni:
450 g lax
salt og pipar
1 msk. cajun krydd
2 msk. ólífuolía
Önnur hráefni:
1 bolli ananas, skorinn í bita
2 þroskaðar lárperur, skornar í bita
¼ bolli rauðlaukur, smátt skorinn
2 litlir tómatar, skornir í bita
safi úr einu súraldin
ferskur kóríander, saxaður
6 tortilla-kökur, hitaðar
Aðferð:
Kryddið laxinn með salti, pipar og cajun kryddi. Takið til stóra pönnu og hitið olíu yfir meðalhita. Eldið laxinn í fimm til sex mínútur, snúið fiskinum síðan við og eldið í 2 til 3 mínútur til viðbótar. Takið af pönnunni og leyfið fiskinum að hvíla í smá stund. Skerið síðan í bita. Blandið ananas, lárperu, lauk, tómötum og súraldinsafa saman í skál og saltið. Takið til tortilla-kökur og fyllið þær með lax, ananasblöndunni og kóríander.