fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Silkimjúk súkkulaði- og karamelluterta: Fullkominn eftirréttur til að kveðja árið

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 31. desember 2018 11:00

Þvílík snilld!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við rákumst á þessa dýrindis uppskrift á vef matartímaritsins Bon Appétit og hún lítur vægast sagt stórkostlega út. Fullkominn eftirréttur á gamlárskvöld.

Súkkulaði- og karamelluterta

Botn – Hráefni:

1/3 bolli kakó
2 msk. sykur
1/2 tsk. salt
1 2/3 bolli hveiti
170 g kalt smjör, skorið í teninga
1 stór eggjarauða
3 msk. mjólk eða vatn

Aðferð:

Blandið kakó, sykri, salti og hveiti saman í meðalstórri skál. Bætið smjörinu saman við og vinnið það inn í hveitiblönduna með fingrunum. Búið til holu í miðjunni þegar að deigið helst vel saman og bætið eggjarauðunni og mjólkinni saman við. Notið gaffall til að blanda þurrefnunum varlega saman við þar til deigið er blautt. Hnoðið nokkrum sinnum í skálinni þar til deigið er silkimjúkt. Fletjið það út eins og disk og vefjið því inn í plastfilmu. Kælið þar til það er hart, eða í um 2 tíma. Hér er hægt að búa til fyllinguna á meðan beðið er.

Hitið ofninn í 175°C og leyfið deiginu að sitja við stofuhita í um 5 mínútur svo það mýkist aðeins. Dustið hveiti á borðflöt og fletjið deigið út. Hér er best að vera með kökuform með lausum botni, sirka 23 sentímetra stórt. Þá er hægt að læða botninum undir deigið og láta botninn síðan síga ofan í formið. Þrýstið deiginu síðan í botninn á forminu og upp hliðarnar. Geymið afganga ef þarf að bæta í göt. Stingið botninn með gaffli á nokkrum stöðum og kælið í frysti í 10 til 15 mínútur. Setjið ál- eða smjörpappír yfir botninn og síðan bökunarlóð eða baunir ofan á til að halda botninum niðri. Bakið í 12 til 15 mínútur. Talið lóð og pappír af og bakið í 18 til 22 mínútur. Leyfið botninum að kólna.

Fylling – Hráefni:

1 1/2 bolli sykur
1/8 tsk. cream of tartar
1/3 bolli vatn
6 msk. kalt smjör, skorið í bita
1/3 bolli rjómi
1 tsk. salt

Aðferð:

Setjið sykur, cream of tartar og vant í stóra pönnu og náið upp suðu yfir meðalhita. Hrærið í blöndunni þar til sykurinn hefur leysts upp. Veltið hráefnunum um þar til blandan verður fallega brún. Þetta tekur um 8 til 10 mínútur. Takið karamellunni af hellunni og hrærið smjörinu strax saman við. Hrærið rjómanum varlega saman við og bætið síðan salt út í. Hellið karamellunni í skál sem þolir hita og leyfið karamellunni að kólna. Hellið karamellunni í kalda bökuskelina og kælið í um 1 klukkustund að minnsta kosti.

Toppur – Hráefni:

115 g dökkt súkkulaði
1/2 bolli rjómi
2 msk. smjör, skorið í bita
sjávarsalt

Aðferð:

Setjið súkkulaði, rjóma og smjör í skál sem þolir hita og bræðið saman yfir vatnsbaði. Leyfið þessu að kólna lítið eitt og hellið síðan yfir karamelluna. Skreytið með sjávarsalti og kælið í 10 til 15 mínútur áður en kakan er borin fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum