fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Matur

Fullkominn þynnkumatur: Nóg af eggjum, osti og skinku

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 30. desember 2018 13:00

Virkilega góður réttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi einfaldi réttur er algjör snilld og fullkominn á ryðguðum morgnum. Við mælum hiklaust með þessum á nýársdag þegar að heilsan gæti verið betri.

Skinku- og ostaréttur

Hráefni:

10 stór egg
1 1/2 bolli mjólk
2 tsk. Dijon sinnep
2 tsk. ferskt timjan
1 tsk. hvítlaukskrydd
salt og pipar
4 bollar fransbrauð, skorið í teninga
225 g skinka, skorin í bita
1 1/2 bolli rifinn ostur

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C. Þeytið egg, mjólk, sinnep, timjan, hvítlaukskrydd, salt og pipar vel saman í stórri skál. Smyrjið stórt, eldfast mót. Raðið brauðinu í botninn og dreifið skinku og osti yfir brauðið. Hellið eggjablöndunni yfir herlegheitin og bakið í 45 til 55 mínútur, eða þar til eggin eru elduð. Rétt er að taka fram að hægt er að geyma réttinn óbakaðan yfir nótt í ísskáp en þá skal pakka forminu vel inn í álpappír. Berið fram og skreytið með timjan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna