fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Matur

Pönnusteiktur aspas með stökkum hvítlauk og parmesan

Erla eldar
Mánudaginn 3. desember 2018 16:00

Þetta þarf ekki að vera flókið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi smáréttur er einstaklega einfaldur og rennur ljúflega niður.

Pönnusteiktur aspas með stökkum hvítlauk og parmesan

Hráefni:

1 búnt grænn ferskur aspas
2 hvítlaukar
parmesan ostur

Aðferð:

Setjið vatn í pott ásamt smá salti og sjóðið aspasinn í um það bil 3 mínútur.

Takið aspasinn þá uppúr og kælið hann snöggt niður t.d. með því að láta renna á hann kalt vatn eða setja hann í klakabað. Með því komist þið hjá því að elda hann of mikið.

Þegar aspasinn hefur kólnað er hann steiktur á pönnu uppúr olíu og smá klípu af smjöri þar til hann fer að brúnast og er hann einnig kryddaður með salti og pipar.

Hvítlaukurinn er skorinn í mjög þunnar sneiðar og er síðan djúpsteiktur.

Því næst er djúpsteikta hvítlauknum stráð yfir ásamt parmesan ostinum. Þessi réttur er mjög góður einn og sér eða sem meðlæti með nánast hverju sem er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma