Sumir virðast fá einhvern óútskýranlegan móral yfir því að borða mikið yfir jólahátíðarnar, þó það skipti meira máli hvað borðað er á milli nýárs og jóla. Hér er drykkur sem getur minnkað þessa ímynduðu sektarkennd örlítið, en hann er afar holl og um að gera að fá sér hann reglulega – sama hvaða árstíð er.
Hráefni:
1 msk. eplaedik
1 msk. ferskur sítrónusafi
1/4 tsk. túrmerik
1 bolli heitt eða volgt vatn
1/2 msk. hlynsíróp eða hunang
smá cayenne pipar
Aðferð:
Blanda öllu vel saman og drekka strax.