fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Matur

Fullkominn réttur fyrir þá sem eiga nóg af afgöngum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 25. desember 2018 14:00

Allir afgangar á sama stað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur færst í aukana að landsmenn bjóði upp á kalkún á aðfangadagskvöld en hér er á ferð réttur sem nýtir alla afganga til hins ítrasta. Þennan rétt er auðvitað hægt að gera með ýmsum afgöngum, en hér er einblínt á kalkún og allt sem honum fylgir.

Kalkúnabaka

Hráefni:

1 smjördeigsbotn
1/2 bolli kartöflugratín eða stappaðar kartöflur
5 msk. sósa
1/4 bolli maískorn
1/2 bolli kalkúnn, skorinn í bita
1/2 bolli fylling
1/2 bolli rifinn ostur
1/4 bolli steiktur laukur, má sleppa
1/4 tsk. pipar
ferskar kryddjurtir til að skreyta með

Jólamaturinn nýtist í þennan rétt.

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C og smyrjið eldfast mót með smá smjöri. Leggið smjördeigið í botninn á mótinu og látið það ná upp á kantana. Dreifið úr kartöflunum í botninn og drissið tveimur matskeiðum af sósu yfir. Setjið því næst maískorn yfir. Ef þið eigið steikt grænmeti er ekki verra að setja það líka með. Setjið síðan kalkún, fyllingu og restina af sósunni ofan á. Dreifið rifnum ostinum yfir toppinn og bakið í 18 til 20 mínútur. Skreytið síðan með lauk og bakið í 3 til 5 mínútur til viðbótar. Skreytið með kryddjurtum og pipar áður en bakan er borin fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum