Það hefur færst í aukana að landsmenn bjóði upp á kalkún á aðfangadagskvöld en hér er á ferð réttur sem nýtir alla afganga til hins ítrasta. Þennan rétt er auðvitað hægt að gera með ýmsum afgöngum, en hér er einblínt á kalkún og allt sem honum fylgir.
Hráefni:
1 smjördeigsbotn
1/2 bolli kartöflugratín eða stappaðar kartöflur
5 msk. sósa
1/4 bolli maískorn
1/2 bolli kalkúnn, skorinn í bita
1/2 bolli fylling
1/2 bolli rifinn ostur
1/4 bolli steiktur laukur, má sleppa
1/4 tsk. pipar
ferskar kryddjurtir til að skreyta með
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C og smyrjið eldfast mót með smá smjöri. Leggið smjördeigið í botninn á mótinu og látið það ná upp á kantana. Dreifið úr kartöflunum í botninn og drissið tveimur matskeiðum af sósu yfir. Setjið því næst maískorn yfir. Ef þið eigið steikt grænmeti er ekki verra að setja það líka með. Setjið síðan kalkún, fyllingu og restina af sósunni ofan á. Dreifið rifnum ostinum yfir toppinn og bakið í 18 til 20 mínútur. Skreytið síðan með lauk og bakið í 3 til 5 mínútur til viðbótar. Skreytið með kryddjurtum og pipar áður en bakan er borin fram.