fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Matur

Svona verða ORA grænar baunir til: Íslendingar kaupa 700.000 dósir yfir jólin

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 23. desember 2018 09:00

Það er töfrandi að fylgjast með framleiðslunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir jólahátíðina eru seldar tæplega sjö hundruð þúsund dósir af ORA grænum baunum, en allt að þrjátíu þúsund dósir eru framleiddar á dag hjá ORA. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í gær þar sem fylgst var með framleiðslu á baununum.

Baunirnar sem notaðar eru koma frá Bandaríkjunum, nánar tiltekið frá Seattle. Við komuna til ORA eru þær lagðar í bleyti.

„Það flýtir fyrir upptöku vatns og þyngir þær örlítið,“ segir Sigurður Ingi Halldórsson, framleiðslustjóri ORA í samtali við fréttamann RÚV.

Eftir það er sykri og salti bætt við baunirnar og þær soðnar í stórum katli. Svo fara þær í steinaskiljun og því næst í síló sem velur rétta þyngd í dósirnar. Næsti viðkomustaður baunanna er um hitagöng til að ná súrefni úr vatninu og síðan er lok sett á dósirnar og þær innsiglaðar fyrir suðu, en dósirnar koma frá Danmörku og lokin frá Mexíkó.

„Þær eru þvegnar og komið fyrir í suðukörfum áður en þær fara síðasta skrefið sem er suðuofninn. Þar eru þær teknar upp í 116 gráður á celsíus og þar með erum við búin að drepa allar bakteríur inni í dósinni og náum upp þessu langa geymsluþoli,“ segir Sigurður Ingi, en horfa má á frétt RÚV með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum