Það veldur mörgum kvíða að elda kalkún, en hér fyrir neðan er skotheld og einföld uppskrift sem eiginlega getur ekki klikkað.
Sjá einnig: Langbesta kalkúna fyllingin og einföld er hún.
Hráefni:
1 6-7 kílóa kalkúnn án innyfla
salt og pipar
1 laukur, skorinn í báta
1 búnt timjan
1 handfylli rósmarín
1 handfylli salvía
1 hvítlaukshaus, skorinn í helminga
1/2 bolli brætt smjör
2 bollar kjúklingasoð
Aðferð:
Hitið ofninn í 230°C. Kryddið hol kalkúnsins vel með salti og pipar. Troðið síðan lauk, timjan, rósmarín, salvíu og hvítlauk í holið. Athugið – þessi fylling er eingöngu til eldunar, ekki til áts. Penslið allan kalkúninn vel með smjöri og kryddið hann vel með salti og pipar. Setjið kalkúninn í steikarpott og hellið kjúklingasoði í pottinn. Lokið pottinum og setjið í ofninn í 30 mínútur og lækkið síðan hitann í 170°C. Hellið safanum úr pottinum yfir kalkúninn á hálftíma til 40 mínútna fresti og steikið í 3 til 4 klukkutíma. Takið kalkúninn úr ofninum og leyfið honum að hvíla, allt frá hálftíma og upp í tvo tíma áður en hann er skorinn.
Hér er svo myndband sem sýnir skref fyrir skref hvernig á að skera kalkún: