Tíramísú er klassískur réttur en þessi týpa hér fyrir neðan er búin til með piparkökum og engu áfengi. Æðislegt um jólin.
Hráefni:
225 g Mascarpone
1/3 bolli sykur
3/4 bolli rjómi
350 g piparkökur
1 bolli sterkt kaffi
2 msk. kakó
Aðferð:
Blandið Mascarpone og sykri vel saman í skál. Þeytið rjómann í annarri skál og blandið honum síðan varlega saman við Mascarpone-blönduna. Dýfið hverri einustu piparköku í kaffið og raðið í botninn á formi sem er 20 x 20 sentímetra stórt. Dreifið helmingnum af Mascarpone-blöndunni yfir piparkökurnar og endurtakið þetta síðan með restinni af piparkökunum og Mascarpone. Kælið í að minnsta kosti í 6 klukkutíma og drissið síðan kakó yfir með gatasigti.