Það er ekki öllum gefið að treysta sér í bakstur á jólum, en hér fylgir uppskrift að unaðslegum eftirrétti sem þarf ekki einu sinni að baka.
Botn – Hráefni:
1 1/2 bolli hafrakex, fínmalað
2 msk púðursykur
1/2 tsk vanillusykur
smá salt
7 msk smjör, brætt
Aðferð:
Blandið öllum hráefnum mjög vel saman og þrýstið í botninn og upp á hliðar á 18 til 20 sentímetra stóru formi. Kælið í klukkustund.
Kaka – Hráefni:
1 1/2 bolli rjómi, þeyttur
340 g rjómaostur, mjúkur
1/2 bolli sykur
1/2 bolli Nutella + meira til að skreyta með
Aðferð:
Blandið rjóma og rjómaosti vel saman í stórri skál og blandið síðan sykrinum saman við. Blandið Nutella saman við með sleif eða sleikju. Hellið blöndunni ofan á botninn, hyljið með plastfilmu og kælið í 4 klukkustundir. Hitið smá Nutella í örbylgjuofni í um 30 sekúndur og drissið því yfir kökuna áður en hún er borin fram.