Það er dásamlegt að gæða sér á ylvolgri súpu á köldum vetrarkvöldum. Þessi humarsúpa er gjörsamlega ómótstæðileg og getur einfaldlega bjargað kvöldinu.
Hráefni:
4 msk smjör
1 meðalstór laukur, smátt saxaður
2 gulrætur, smátt saxaðar
2 sellerístilkar, smátt saxaðir
salt og pipar
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 msk tómatpúrra
2 msk hveiti
4 bollar fiskisoð
1 1/4 bolli þurrt hvítvín
1 lárviðarlauf
3 greinar ferskt timjan
1/2 bolli rjómi
450 g humar, eldaður og gróf saxaður
ferskur graslaukur, smátt saxaður
Aðferð:
Bræðið smjörið yfir meðalhita í stórum potti. Setijð lauk, gulrætur og sellerí í pottinn og eldið í um 7 mínútur. Saltið og piprið og hrærið hvítlauk og tómatpúrru saman við. Eldið í um 2 mínútur. Stráið hveiti yfir og eldið í 1 mínútu til viðbótar. Bætið soði og víni saman við sem og lárviðarlaufi og timjan. Lækkið hitann og látið malla í 30 mínútur en hrærið reglulega í blöndunni. Fjarlægið lárviðarlauf og timjangreinar og maukið með töfrasprota. Hrærið rjóma og humar saman við og eldið í um 5 mínútur til viðbótar. Skreytið með graslauk og berið fram.