Það er alltaf gaman að því þegar fólk gerir eitthvað óborganlegt í eldhúsinu og getur svo hlegið að því síðar. Kakan hér fyrir neðan er mjög gott dæmi um það, en mynd af henni var deilt inn á Instagram-síðuna Awkward Family Photos, eða vandræðalegar fjölskyldumyndir.
„Kakan sem konan mín gerði átti að túlka Pegasus og afkvæmi hans,“ skrifar sá sem deilir myndinni.
„Hún skildi ekki af hverju allir hlógu.“
Því er ekki hægt að neita að hugmyndin er góð – að hafa skuggamynd á kökunni af Pegasus og afkvæminu. Hins vegar er framkvæmdin örlítið vanhugsuð. Ef þið horfið vel og vandlega á myndina sjáið þið af hverju. Ef þið sjáið það ekki, skrunið þá aðeins neðar og við segjum ykkur það.
Eins og einhverjir hafa eflaust tekið eftir virðist vera að Pegasus sé með afar stóran getnaðarlim og má um kenna staðsetningu afkvæmis hans. Flott kaka samt.