Það er í mörg horn að líta þessa dagana enda afar stutt í jólin. Hér fylgir uppskrift að einföldum rétti sem tekur enga stund að útbúa.
Hráefni:
3–4 kjúklingabringur, skornar í munnbita
1 lítill laukur, saxaður
1 rauð paprika, söxuð
4 msk. karrí
1 msk. rautt „curry paste“
2 dósir kókosmjólk
2 tsk. sykur
salt eftir smekk
safi úr 1 súraldin
2 bollar rauðkál, þunnt skorið
handfylli ferskt kóríander, grófsaxað
4 bollar soðin hrísgrjón (má sleppa)
Aðferð:
Hitið olíu í stórum potti yfir meðalhita. Steikið kjúkling, lauk og papriku í 1 til 2 mínútur. Kryddið með karrí og steikið í 5 til 7 mínútur til viðbótar, eða þar til kjúklingur er fulleldaður. Bætið „curry paste“, kókosmjólk, sykri og súraldinsafa saman við og hrærið þar til suða kemur upp. Hrærið rauðkálinu saman við og eldið í 1 til 2 mínútur til viðbótar. Saltið eftir smekk, skreytið með kóríander og berið fram með hrísgrjónum ef vill.