fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Matur

Þetta eru piparkökurnar sem Bretadrottning elskar: Sjáið uppskriftina

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 18. desember 2018 12:30

Elísabet er hrifin af piparkökum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska konungsfjölskyldan metur einkalíf sitt mikils, en í ár hafa hins vegar kokkar og bakarar fjölskyldunnar gefið almúganum innsýn í lífið í höllinni á bloggsíðu fjölskyldunnar.

Í nýlegri bloggfærslu ljóstra konunglegu bakararnir upp uppskrift að piparkökunum sem borðaðar eru meðal kóngafólksins og ku þær vera í miklu uppáhaldi.

Kökurnar teiknaðar upp fyrir bakstur.

„Það er alltaf best að láta deigið hvíla þannig að það er frábært ef hægt er að búa til deigið kvöldið áður en kökurnar eru bakaðar,“ segir einn bakarinn í bloggfærslunni.

Kökurnar eru líka notaðar sem jólaskraut.

„Einnig er hægt að fletja deigið út, skera út form og setja kökurnar í frysti í um klukkustund. Það tryggir að þær halda lögun sinni.“

Eins og sést á myndum sem fylgja færslunni er mikill metnaður lagður í að skreyta kökurnar, en þær eru einnig notaðar sem jólaskraut. Mikilvægt er að leyfa glassúrnum að þorna alveg áður en borði er þræddur í gegnum gat sem búið er til áður en kökurnar eru bakaðar.

Nákvæmnisvinna.

Hér kemur uppskriftin fræga, en í henni er kveðið á um eitthvað sem kallað er „mixed spice“. Það er bresk kryddblanda sem inniheldur múskat, kanil, negul og allspice. Athygli vekur að ekkert síróp er í uppskriftinni eins og er í mörgum piparkökuuppskriftum, heldur bæði púðursykur og hvítur sykur.

Konunglegar piparkökur

Hráefni:

200 g hveiti
1 tsk. engifer
1 tsk. „mixed spice“
100 g ósaltað smjör
75 g púðursykur
25 g sykur
45 g mjólk
glassúr til skreytinga

Listaverk.

Aðferð:

Sigtið hveiti og krydd saman. Skerið smjörið í teninga og vinnið það inn í hveitiblönduna með fingrunum. Bætið púðursykri saman við. Bætið mjólkinni vel saman við og myndið kúlu úr deiginu. Vefjið það inn í plastfilmu og leyfið því að hvíla í að minnsta kosti 2 klukkutíma (best að leyfa því að hvíla yfir nótt). Hitið ofninn í 180°C. Fletjið deigið út og skerið út kökur. Klæðið ofnplötu með smjörpappír og raðið kökunum á plötuna. Stráið smá sykri ofan á og bakið þar til kökurnar ná lit. Leyfið kökunum að kólna alveg áður en þær eru skreyttar.

Mikið lagt í piparkökurnar í Buckingham-höll.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum