fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Matur

Sjö einföld hráefni: Þessi kaka hefur verið skoðuð tæplega 240 þúsund sinnum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 17. desember 2018 18:00

Unaðsleg kaka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gaman að gleyma sér á Pinterest og skoða hvað sem hugurinn girnist. Við fundum þessa mjólkurköku á Pinterest en hún nýtur gríðarlegra vinsælda á samskiptamiðlinum og hefur verið pinnuð tæplega 240 þúsund sinnum, þar af sjötíu þúsund sinnum síðasta mánuðinn.

Hér er um að ræða einfalda köku, frá vefsíðunni Taste of Home, sem búin er til úr sjö hráefnum sem flestir eiga heima við.

Mjólkurkaka

Hráefni:

4 stór egg
2 bollar sykur
1 tsk. vanilludropar
2¼ bolli hveiti
2¼ tsk. lyftiduft
1¼ bolli léttmjólk
10 msk. smjör, skorið í teninga

Aðferð:

Hitið ofninn í 175°C og takið til kökuform sem er sirka þrjátíu sentímetrar að lengd. Smyrjið formið. Þeytið eggin í um fimm mínútur eða þar til þau þykkna og eru sítrónugul. Bætið sykri smátt og smátt saman við og hrærið vel. Blandið vanilludropum saman við og því næst hveiti og lyftidufti. Hitið mjólk og smjör í potti yfir meðalhita þar til smjörið er bráðnað. Blandið smjörblöndunni varlega saman við deigið þar til allt er blandað saman. Hellið í formið og bakið í 30 til 35 mínútur. Leyfið kökunni að kólna og berið svo fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum