fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Matur

Bára uppljóstrari: „Stóð með kökkinn í hálsinum að velja milli gjafa eða matar fyrir síðasta fimmhundruð kallinn“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 16. desember 2018 08:00

Bára ætlar að reyna að halda tiltölulega eðlileg jól, þrátt fyrir allt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég nýt jólanna núorðið eins og aðrir. En á tímabili ollu þau mér mikilli streitu þegar ég var sem fátækust,“ segir Bára Halldórsdóttir, sem gengur undir nafninu uppljóstrarinn þessi dægrin eftir að hún sat á barnum Klaustur og tók upp svívirðilegt tal sex Alþingismanna. Okkur á matarvefnum fannst því tilvalið að kynnast Báru betur og forvitnast um hennar jólahefðir.

Ekki góð í hátíðareldamennsku

„Að fara í mat hjá mömmu, að ná að heyra jólalagið með Skrámi og Last Christmas,“ segir Bára, aðspurð hvort hún haldi í einhverjar hefðir yfir hátíðarnar. En hvað með jólamatinn, hvernig er hann?

„Ég er ekki góð í hátíðareldamennsku. Maturinn hjá mömmu er mismunandi en alltaf bestur,“ segir Bára og viðurkennir að hún njóti þess að gera ekkert um jólin.

„Ég leyfi mér að sökkva inn í vellíðunina og vera svolítil letibolla. Segi líka sjaldnar nei við góðgæti. Einhver sagði mér að maður ætti frekar að spá í hvað maður borði milli áramóta og jóla heldur en öfugt og ég fylgi því.“

Þá segir hún mest megnis hafa lagt jólabaksturinn á hilluna.

„Ég hef sjaldan orku til en ég hef stundum gripið deig í IKEA ef ég hef haft ráð á. Ég var mikill bakari í gamla daga og gerði margar misheppnaðar tilraunir til að baka Sörur en gerði aðrar betri. Síðustu ár hefur góð vinkona komið með smákökur handa mér og það gleður mig alltaf jafn mikið.“

Bára heldur í jákvæðnina þrátt fyrir erfiða daga.

Sárasta minningin

Bára er öryrki vegna sjúkdóms sem hún er með og hefur oft verið þröngt í búi hjá henni um jólin. Svo mikið að hún skrifaði pistil um hve erfið jólin geta verið í Kvennablaðinu fyrir nokkrum árum. Þegar hún er spurð um eftirminnilega jólaminningu koma bæði ljúfar og sárar minningar upp í kollinn.

„Ég á margar góðar minningar og þær blandast saman í hlýja kúlu í hjarta mér. Fyrstu jólin sem mamma og mörg fyrir og eftir. Sárasta minningin var þegar ég stóð með kökkinn í hálsinum að velja milli gjafa eða matar fyrir síðasta fimmhundruð kallinn eitt árið. Skrýtið hvað slíkt situr með manni,“ segir Bára. En hvaða þýðingu hafa jólin fyrir henni?

„Þau eiga að vera íhugun og fjölskyldutími. Það tók mig langan tíma að hætta að elta það sem aðrir sögðu að maður ætti gera og bara njóta þeirra. Ég er mikil jarðartrúarmanneskja og vill taka hlutunum frekar hægt eins og í léttum dvala.“

„Enda á hungursneið og frið á jörð“

Jólin hafa oft verið erfið hjá okkar konu.

Bára stendur í ströngu þessa dagana vegna upptakanna á Klaustur. Á mánudag mætir hún í Héraðsdóm Reykjavíkur í skýrslutöku en ætlar samt sem áður að reyna að halda tiltölulega eðlileg jól.

„Ég er augljóslega að sinna hlutum sem ég er venjulega ekki að sinna en ég reyni að vera bara eins og venjulega. Það er að ganga ágætlega,“ segir Bára og brosir. Aðspurð um jólagjafir er margt sem brennur á okkar konu, sem að margra mati er kona ársins.

„Enda á hungursneið og frið á jörð. Gula stólinn í Húsgagnahöllinni og niðurfellingu krónu móti krónu skerðingar öryrkja.“

En ætlar Bára uppljóstrari að strengja áramótaheit?

„Ég hef aldrei gert það en hugmyndir eru vel þegnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
04.04.2024

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu

Þetta eru matvælin sem sögð eru virka eins og megrunarlyfin vinsælu
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna