fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Matur

Svona eldarðu kalkún: Sósu uppskrift í kaupbæti

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 14. desember 2018 11:00

Það er ekki sama hvenær dags er borðað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er heldur betur farið að styttast í jólin og einhverjir örugglega búnir að ákveða jólamatinn. Því finnst okkur tilvalið að bjóða upp á nokkur góð ráð þegar að kalkúnn er eldaður og hér fyrir neðan er uppskrift að skotheldri sósu með fuglinum.

Svona eldarðu kalkún

* Gott er að setja kalkún í saltpækil í heilan sólarhring fyrir eldun. Sagt er að þá verði hann safaríkari.
* Bringan á fuglinum skal snúa upp þegar hann er steiktur.
* Best er að elda kalkúninn í lokuðum ofnpotti eða á grind í ofnskúffu og breiða þá yfir hann álpappír.
* Steikja á ófylltan kalkún við 150°C í 30 mínútur fyrir hvert kíló, eða þar til kjarnhiti í bringu er 71°C.
* Á heilum fylltum kalkúni er steikingartími miðaður við um það bil 40 til 45 mínútur fyrir hvert kíló við 160°C.
* Einhverjir segja að gott sé að gegnbleyta viskastykki með smjöri og hafa ofan á kalkúninum allan eldunartímann. Margir ausa einnig smjöri yfir kalkúninn.
* Mikilvægt er að leyfa kalkúni að hvíla í þrjátíu mínútur utan ofns áður en hann er borinn fram.
* Nauðsynlegt er að ausa fuglinn nokkrum sinnum í lok steikingartíma. Ef fuglinn er fullsteiktur fyrir áætlaðan tíma skal taka hann úr ofninum og vefja viskastykki utan um steikingarílátið.

Einföld sósa með kalkúni

Hráefni:

safinn af kalkúninum í pottinum
2–3 bollar kjúklinga- eða kalkúnasoð
3 msk. smjör
¼ bolli hveiti

Aðferð:

Hellið safanum úr pottinum í stórt glas eða skál og leyfið honum að hvíla þar til fitan flýtur upp á yfirborðið. Takið mest af fitunni og hendið. Bætið nægu soði í skálina eða glasið þannig að það jafngildi fjórum bollum af vökva. Bræðið smjör á pönnu yfir meðalhita. Bætið hveitinu saman við og þeytið vel til að búa til smjörbollu. Haldið áfram að þeyta þar til smjörbollan er orðin brún og ilmandi. Bætið soðinu saman við og þeytið vel. Hækkið hitann og látið koma upp suðu á meðan þið þeytið. Lækkið hitann við suðu og hrærið reglulega í sósunni þar til hún er orðin eins þykk og þið viljið. Smakkið til og berið strax fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka