Jenna Jameson, fyrrverandi klámstjarna og frumkvöðull, er dugleg að leyfa fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með árangri sínum á ketó mataræðinu, eða lágkolvetna mataræðinu.
Sjá einnig: Fyrrverandi klámstjarna búin að missa tæp 30 kíló á ketó mataræðinu.
Nýverið birti hún lista á Instagram yfir tólf ráð sem hjálpuðu henni að ná þessum árangri á mataræðinu, í þeirri von að hjálpa öðrum að breyta um lífsstíl.
https://www.instagram.com/p/BrGE3EuFIFg/
* Ég hætti að snarla
* Ég leyfi mér að vera svöng
* Ég geng allt sem ég þarf
* Ég hætti að borða þegar ég er södd
* Ég fasta á milli 18 og 11
* Ég hreinsaði unna matvöru úr eldhúsinu
* Ég gef fjölskyldunni minni ekki unninn mat
* Ég fer nánast aldrei út að borða
* Hæg framför er framför
* Ég tek myndir til að hvetja mig áfram
* Ég lít á það að borða sem næringu en ekki verðlaun
* Ég hugsa um mig með ást og þolinmæði
https://www.instagram.com/p/Bq7861ThVrq/
Jenna byrjaði á ketó mataræðinu í apríl á þessu ári og hefur náð kjörþyngd. Nú einblínir hún á að viðhalda þessum árangri og byggja upp vöðvamassa.
https://www.instagram.com/p/Bqn0yPYBK8F/