fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Matur

Fljótlegt pasta með reyktum laxi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 14. desember 2018 16:00

Litríkt og bragðgott.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í aðdraganda jóla er tilvalið að eiga fljótlegar uppskriftir á lager, enda um nóg annað að hugsa nokkrum dögum fyrir jól en matargerð. Hér er mjög einföld og fljótleg uppskrift að rétt sem fyllir magann.

Pasta með reyktum laxi

Hráefni:

450 g spagettí
½ rauðlaukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
¼ bolli hvítvín
¾ bolli rjómi
safi úr ½ sítrónu
salt og pipar
230 g reyktur lax, skorinn í munnbita
¼ bolli capers
2 msk. ferskt dill, saxað + meira til að skreyta með

Aðferð:

Náið upp suðu í saltvatni í stórum potti og sjóðið spagettíið samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Takið vatnið af en haldið eftir ½ bolla af pastavatni. Setjið spagettíið aftur í pottinn. Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið lauk við og eldið í 5 mínútur og bætið síðan hvítlauk saman við. Eldið í 1 mínútu til viðbótar. Bætið við víni og eldið í um 5 mínútur. Bætið rjóma og sítrónusafa út í og eldið þar til sósan þykknar, eða í um 5 mínútur. Saltið og piprið. Bætið lax, capers og dilli saman við og eldið í 2 mínútur og blandið sósunni síðan við spagettíið. Bætið smá pastavatni út í ef sósan er of þykk. Skreytið með dilli og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma