Í aðdraganda jóla er tilvalið að eiga fljótlegar uppskriftir á lager, enda um nóg annað að hugsa nokkrum dögum fyrir jól en matargerð. Hér er mjög einföld og fljótleg uppskrift að rétt sem fyllir magann.
Hráefni:
450 g spagettí
½ rauðlaukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
¼ bolli hvítvín
¾ bolli rjómi
safi úr ½ sítrónu
salt og pipar
230 g reyktur lax, skorinn í munnbita
¼ bolli capers
2 msk. ferskt dill, saxað + meira til að skreyta með
Aðferð:
Náið upp suðu í saltvatni í stórum potti og sjóðið spagettíið samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Takið vatnið af en haldið eftir ½ bolla af pastavatni. Setjið spagettíið aftur í pottinn. Hitið olíu í stórri pönnu yfir meðalhita. Bætið lauk við og eldið í 5 mínútur og bætið síðan hvítlauk saman við. Eldið í 1 mínútu til viðbótar. Bætið við víni og eldið í um 5 mínútur. Bætið rjóma og sítrónusafa út í og eldið þar til sósan þykknar, eða í um 5 mínútur. Saltið og piprið. Bætið lax, capers og dilli saman við og eldið í 2 mínútur og blandið sósunni síðan við spagettíið. Bætið smá pastavatni út í ef sósan er of þykk. Skreytið með dilli og berið fram.