Margir á ketó mataræðinu sakna þess að fá gott brauð og oft er mikið eggjabragð af ketó brauði. Það er ekki raunin með þessar brauðbollur og ekki skemmir fyrir að þær eru stútfullar af hollustu. Úr þessari uppskrift fást 8 til 10 bollum og tilvalið að strá sesamfræjum yfir þær. Þá er einnig þjóðráð að nota þær sem hamborgarabrauð.
Þessar brauðbollur eru stökkar og góðar og geymast vel í frysti. Algjör snilld, sérstaklega með hrásalatinu sem ég læt einnig fylgja uppskrift að.
Hráefni:
½ bolli möndlumjöl
1/3 bolli husk
½ bolli hörfræmjöl
½ bolli kókoshveiti
2 tsk. lauk- og hvítlauksduft
1 tsk. salt
2 tsk. Cream of tartar
1 tsk. matarsódi
2 egg
6 eggjahvítur
2 bollar sjóðandi vatn
Aðferð:
Ofn hitaður í 175°C og smjörpappír settur á ofnplötu. Öllum hráefnum sett saman, mótaðar litlar bollur og raðað á ofnplötu. Bakað í 45 til 50 mínútur. Fólk hefur verið í vandræðum með að finna Cream of tartar en það er oftast að finna í kryddhillum verslana. Hér er mynd af því:
Hráefni:
½ haus hvítkál
1/3 haus rauðkál
½ rauð paprika
1/3 bolli mæjónes
2 msk. edik
1–2 msk. Dijon sinnep
salt og pipar
Aðferð:
Grænmetið saxað og öllu blandað vel saman í skál.
Hér fyrir neðan er mynd af brauðbollu með hrásaltinu en ég setti smá bananapipar og Sriracha með í lokin.
Fylgið mér endilega á Snapchat ef þið fílið ketó mataræðið eða viljið prófa að borða lágkolvetna.