fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Matur

Eftirrétturinn sem gerir jólin örlítið betri: Hér þarf ekki einu sinni að kveikja á ofninum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 13. desember 2018 14:00

Dásamlegt triffli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við á matarvefnum leitum nú ljósandi logum að æðislegum eftirréttum fyrir aðfangadagskvöld. Þetta triffli er klárlega á listanum okkar yfir unaðslega eftirrétti um jól, en það er svo einfalt að það getur hver sem er gert það. Það þarf ekki einu sinni að kveikja á bakarofninum, mörgum til mikillar gleði.

Kökudeigstriffli

Kökudeig – Hráefni:

345 g mjúkt smjör
1½ bolli púðursykur
1 msk. vanilludropar
3¼ bolli hafrakex, mulið
1½ tsk. salt
1/3 bolli mjólk
1 1/3 bolli súkkulaðibitar

Þeyttur rjómi – Hráefni:

1 bolli súkkulaðibitar + meira til að skreyta
450 ml rjómi, þeyttur
8 súkkulaðibitakökur + meira til að skreyta

Súkkulaðibúðingur – Hráefni:

2 pakkar Royal-súkkulaðibúðingur
4 bollar köld mjólk

Aðferð:

Hrærið smjör, púðursykur og vanilludropa vel saman í stórri skál í um 5 mínútur. Blandið hafrakexi, salti og mjólk saman við og hrærið síðan súkkulaðibitunum varlega saman við með sleif eða sleikju. Dreifið 1/3 af blöndunni í botninn á stórri skál eða fati. Snúið ykkur síðan að þeytta rjómanum. Blandið rjóma og súkkulaðibitum saman og dreifið 1/3 af blöndunni yfir kökudeigsbotninn. Raðið síðan nokkrum súkkulaðibitakökum ofan á. Búið svo til búðinginn með því að þeyta dufti og mjólk saman og leyfa búðingnum að hvíla í nokkrar mínútur í ísskáp. Dreifið síðan 1/3 af búðingnum ofan á smákökurnar. Endurtakið þessi skref og kælið trifflið í að minnsta kosti 2 tíma. Skreytið síðan með súkkulaðibitum og muldum smákökum og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.08.2024

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins

Simmi Vill mætir með nýjung á Kjúklingafestival ársins
Matur
03.08.2024

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?

Hvað kostar 12″ pizzan víðs vegar um landið?
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
18.06.2024

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum

Bjóða upp á hamborgara frá ýmsum heimshornum
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
15.03.2024

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu

Kjúklingur í rjómalagaðri sósu
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb