Við á matarvefnum leitum nú ljósandi logum að æðislegum eftirréttum fyrir aðfangadagskvöld. Þetta triffli er klárlega á listanum okkar yfir unaðslega eftirrétti um jól, en það er svo einfalt að það getur hver sem er gert það. Það þarf ekki einu sinni að kveikja á bakarofninum, mörgum til mikillar gleði.
Kökudeig – Hráefni:
345 g mjúkt smjör
1½ bolli púðursykur
1 msk. vanilludropar
3¼ bolli hafrakex, mulið
1½ tsk. salt
1/3 bolli mjólk
1 1/3 bolli súkkulaðibitar
Þeyttur rjómi – Hráefni:
1 bolli súkkulaðibitar + meira til að skreyta
450 ml rjómi, þeyttur
8 súkkulaðibitakökur + meira til að skreyta
Súkkulaðibúðingur – Hráefni:
2 pakkar Royal-súkkulaðibúðingur
4 bollar köld mjólk
Aðferð:
Hrærið smjör, púðursykur og vanilludropa vel saman í stórri skál í um 5 mínútur. Blandið hafrakexi, salti og mjólk saman við og hrærið síðan súkkulaðibitunum varlega saman við með sleif eða sleikju. Dreifið 1/3 af blöndunni í botninn á stórri skál eða fati. Snúið ykkur síðan að þeytta rjómanum. Blandið rjóma og súkkulaðibitum saman og dreifið 1/3 af blöndunni yfir kökudeigsbotninn. Raðið síðan nokkrum súkkulaðibitakökum ofan á. Búið svo til búðinginn með því að þeyta dufti og mjólk saman og leyfa búðingnum að hvíla í nokkrar mínútur í ísskáp. Dreifið síðan 1/3 af búðingnum ofan á smákökurnar. Endurtakið þessi skref og kælið trifflið í að minnsta kosti 2 tíma. Skreytið síðan með súkkulaðibitum og muldum smákökum og berið fram.