fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Árið var alls konar: Kannabisnammi og einhyrningakökur úti um allt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 13. desember 2018 09:30

Árið var allavega litríkt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mjög áhugavert að skoða lista Google yfir það mest gúgglaða á árinu sem er að líða. Það kemur kannski ekkert ofboðslega mikið á óvart hvað var mest gúgglað í Bandaríkjunum þegar kemur að mat – nefnilega einhyrningakaka, en þessar kökur hafa verið í meirihluta afmælisveislna árið 2018 og finnst einhverjum nóg komið.

Í öðru sæti á listanum er romaine-kál, enda gaf Miðstöð sjúkdómavarna og forvarna í Bandaríkjunum, CDC, tvisvar út viðvörun vegna smitsjúkdóma í kálinu á árinu. Svokallað CBD hlaup vermir þriðja sætið, og þurfti matarvefurinn að nota leitarvél Google til að fá á hreint hvað það væri eiginlega. Það er nefnilega hlaup með kannabisolíu.

Sjá einnig: Aldrei fleiri smitsjúkdómar í matvælageiranum.

Það sem er líklegast forvitnilegast á listanum er að af þeim sjö matvælum sem eru eftir á topp tíu listanum eru fimm þeirra tengdar ketó mataræðinu, eða lágkolvetna mataræðinu. Í flokknum mataræði var einnig mest leitað að ketó mataræðinu, síðan Dubrow mataræðinu, Noom mataræðinu, kjötætumataræðinu og Miðjarðarhafsmataræðinu.

Hér fyrir neðan er listinn yfir mest gúggluðu matvælin í Bandaríkjunum:

1. Einhyrningakaka
2. Romaine-kál
3. CBD hlaup
4. Ketó pönnukökur
5. Ketó ostakaka
6. Necco Wafers
7. Ketó smákökur
8. Ketó chili
9. Ketó brúnkur
10. Gochujang (chili púrra)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum