Það er mjög áhugavert að skoða lista Google yfir það mest gúgglaða á árinu sem er að líða. Það kemur kannski ekkert ofboðslega mikið á óvart hvað var mest gúgglað í Bandaríkjunum þegar kemur að mat – nefnilega einhyrningakaka, en þessar kökur hafa verið í meirihluta afmælisveislna árið 2018 og finnst einhverjum nóg komið.
Í öðru sæti á listanum er romaine-kál, enda gaf Miðstöð sjúkdómavarna og forvarna í Bandaríkjunum, CDC, tvisvar út viðvörun vegna smitsjúkdóma í kálinu á árinu. Svokallað CBD hlaup vermir þriðja sætið, og þurfti matarvefurinn að nota leitarvél Google til að fá á hreint hvað það væri eiginlega. Það er nefnilega hlaup með kannabisolíu.
Sjá einnig: Aldrei fleiri smitsjúkdómar í matvælageiranum.
Það sem er líklegast forvitnilegast á listanum er að af þeim sjö matvælum sem eru eftir á topp tíu listanum eru fimm þeirra tengdar ketó mataræðinu, eða lágkolvetna mataræðinu. Í flokknum mataræði var einnig mest leitað að ketó mataræðinu, síðan Dubrow mataræðinu, Noom mataræðinu, kjötætumataræðinu og Miðjarðarhafsmataræðinu.
1. Einhyrningakaka
2. Romaine-kál
3. CBD hlaup
4. Ketó pönnukökur
5. Ketó ostakaka
6. Necco Wafers
7. Ketó smákökur
8. Ketó chili
9. Ketó brúnkur
10. Gochujang (chili púrra)