fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Matseðill vikunnar: Djöflarækjur, ketó kjötbollur og kjúklingaréttur sem hlýjar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 10. desember 2018 13:30

Girnilegir réttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú eru aðeins tvær vikur til jóla og í mörg horn að líta í jólaundirbúningnum. Því vill matarvefurinn auðvelda lífið örlítið og kynnir hér matseðil vikunnar sem er fullur af fjölbreytileika og gúmmulaði.

Mánudagur – Hunangs- og hvítlaukslax

Uppskrift af Healthy Fitness Meals

Hráefni:

4 laxaflök
salt og pipar
1 msk. ólífuolía
1/4 bolli sojasósa
2 msk. hunang
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður

Aðferð:

Hitið olíuna yfir meðalhita í stórri pönnu. Saltið og piprið laxaflökin. Setjið flökin á pönnuna, snúið roðinu upp, og eldið í 5 til 6 mínútur. Snúið þeim við og eldið í aðrar 4 til 5 mínútur. Blandið sojasósu, hunangi og hvítlauk vel saman í skál. Drissið sósunni yfir laxinn og berið hann strax fram.

Laxinn.

Þriðjudagur – Ketó kjötbollur

Uppskrift af Delish

Kjötbollur – Hráefni:

500 g nautahakk
1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður
1/2 bolli rifinn ostur
1/4 bolli rifinn parmesan
2 msk. fersk steinselja, söxuð
1 stórt egg, þeytt
1 tsk. salt
1/2 tsk. svartur pipar
2 msk. ólíufolía

Sósa – Hráefni:

1 meðalstór laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
1 dós maukaðir tómatar
1 tsk. oreganó
salt og pipar

Aðferð:

Blandið hakki, hvítlauk, osti, parmesan, steinselju, eggi, salti og pipar vel saman í skál. Mótið sextán kjötbollur úr blöndunni. Hitið olíu á pönnu yfir meðalhita og eldið kjötbollurnar í um 10 mínútur. Snúið þeim reglulega þannig að þær brúnist á öllum hliðum. Færið bollurnar á pappírsþurrku til þerris. Bætið lauk í pönnuna og eldið í um 5 mínútur. Bætið hvítlauk saman við og eldið í eina mínútu til viðbótar. Bætið tómötum og oreganó út í og kryddið með salti og pipar. Bætið bollunum út í sósuna og látið malla þar til sósan hefur þykknað, eða í um 15 mínútur. Skreytið með parmesan og berið fram.

Kjötbollurnar.

Miðvikudagur – Vegan súpa

Uppskrift af Running on Real Food

Hráefni:

1 meðalstór laukur, skorinn smátt
3 gulrætur, saxaðar
3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
3 sellerístilkar, saxaðir
1 msk. karrí
1 tsk. kúmen
1 tsk. kóríander
1/2 tsk. salt
1/2 tsk. pipar
1 1/2 bolli linsubaunir
1 dós kókosmjólk
1 dós maukaðir tómatar
4 bollar grænmetissoð
1 msk. sojasósa
1 tsk. kókossykur eða hlynsíróp

Aðferð:

Takið til stóran pott og setjið lauk, gulrætur, hvítlauk og sellerí í hann með smá vatni. Elið yfir meðalhita í um 5 til 6 mínútur og hrærið reglulega. Bætið við meira vatni ef þetta byrjar að þorna. Bætið kryddi út í og hrærið. Eldið í 1 til 2 mínútur til viðbótar og bætið við vatni eftir þörfum. Bætið linsubaunum, tómötum, kókosmjólk og soði saman við og hrærið vel. Látið malla í 20 til 25 mínútur, eða þar til baunirnar eru mjúkar. Hrærið sojasósu og kókossykri saman við. Berið strax fram.

Súpan.

Fimmtudagur – Kjúklingaréttur

Uppskrift af Delish

Hráefni:

4 beikonsneiðar
680 g kjúklingalæri
salt og pipar
1 lítill rauðlaukur, saxaður
225 g sveppir, skornir í sneiðar
1 búnt timjan
3/4 bolli kjúklingasoð
3/4 bolli rjómi
1/3 bolli rifinn parmesan
safi úr 1/2 sítrónu
fersk steinselja, til að skreyta með

Aðferð:

Eldið beikonið í stórri pönnu yfir meðalhita þar til það er stökkt, eða í um 8 mínútur. Þerrið sneiðarnar á pappírsþurrku en skiljið eftir um það bil 2 matskeiðar af beikonfeiti í pönnunni. Saltið og piprið kjúklinginn. Hækkið hitann og setjið kjúklinginn í pönnuna með skinnið niður. Steikið í um 5 mínútur, snúið við og eldið í 5 mínútur til viðbótar. Takið kjúklinginn úr pönnunni og setjið til hliðar. Setjið lauk á pönnuna og eldið í um 5 mínútur. Bætið sveppum við og saltið og piprið. Hrærið reglulega og eldið í um 5 mínútur. Bætið soði, rjóma, parmesan, timjan og sítrónusafa og náið upp suðu í blöndunni. Látið malla í 5 mínútur. Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna og eldið í um 10 mínútur, eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og sósan farin að þykkna. Saxið beikonið og stráið yfir kjúklinginn áður en hann er borinn fram.

Kjúklingurinn.

Föstudagur – Djöflarækjur – VARÚÐ: Mjög bragðsterkur réttur

Uppskrift af Sip and Feast

Hráefni:

450 g risarækjur, hreinsaðar
225 g pasta
1 dós maukaðir tómatar
1/4 bolli ólífuolía
1 tsk. chili flögur
1/2 bolli þurrt hvítvín
1/4 bolli koníak
1 bolli pastavatn
8 hvítlauksgeirar, saxaður
1/2 tsk. oreganó
2 msk. fersk steinselja
1/2 tsk. matarsódi
salt og pipar

Aðferð:

Sjóðið pasta í saltvatni einni mínútu skemur en stendur á pakka. Haldið eftir pastavatninu. Setjið rækjur í skál og bætið chili flögum, olíu, salti og matarsóda saman við. Hrærið vel. Setjið tómata í stóra skál og kreistið þá með höndunum eða maukið þá í blandara í 1 til 2 sekúndur. Takið til stóra pönnu og hitið hana yfir meðalhita. Skellið rækjublöndunni á pönnuna og steikið rækjurnar í 2 mínútur á hvorri hlið. Færið rækjublönduna á disk og setjið til hliðar. Bætið smá ólífuolíu í pönnuna og steikið hvítlaukinn yfir meðalhita í um 2 mínútur. Hækkið hitann og bætið víni og koníaki út í. Leyfið suðu að koma upp, lækkið hitann og bætið tómötum og oreganó saman við. Látið þetta malla í 10 mínútur og smakkið sósuna til. Bætið 1/4 bolla af pastavatni og pasta við sósuna. Hækkið hitann og blandið vel saman. Blandið rækjunum saman við og blandið vel saman. Skreytið með steinselju og berið strax fram.

Rækjurnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum