Það getur verið gaman að baka smákökur fyrir jólin, en þessar hér eru algjörlega dásamlegar.
Hráefni:
2 1/4 bolli hveiti
1 tsk. matarsódi
225 g mjúkt smjör
3/4 bolli ljós púðursykur
1/4 bolli sykur
1 pakki vanillubúðingur
2 stór egg
1 tsk. vanilludropar
6 Oreo-kex, grófsöxuð
100 g hvítt súkkulaði, grófsaxað
Aðferð:
Hitið ofninn í 180°C og þekið ofnplötur með bökunarpappír. Blandið hveiti og matarsóda vel saman og setjið til hliðar. Blandið smjöri, púðursykri og sykri saman í annarri skál. Bætið búðingnum saman við og síðan eggjum og vanilludropum. Blandið hveitiblöndunni saman við smjörblönduna og blandið síðan Oreo og súkkulaði varlega saman við með sleif eða sleikju. Búið til litlar kúlur úr deiginu og bakið í 10-12 mínútur.