fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Matur

Fékk jólasætmeti hjá suðurríkja-séntilmanni: „Ég bölvaði í hljóði“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 1. desember 2018 21:00

Arnar Eggert Thoroddsen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var að vinna fyrir Morgunblaðið um jólin 2004 og samkvæmt venju var mannskapur þvert á deildir ræstur út í jólablaðaskrif. Mitt hlutverk þetta árið var að heimsækja sendiherra Bandaríkjanna og fá hjá honum uppskrift að einhverju jólasætmeti,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, aðjunkt við Háskóla Íslands, þegar hann er spurður út í sérstaklega eftirminnilega matarminningu um jól.

Sjá einnig: Birta gerði systur sínar brjálaðar: „Ég held að þær hafi verið hættar að blikka augunum á þessum tímapunkti“.

„Maður hafði aldrei tíma fyrir þessa hliðarskyldu, ég bölvaði í hljóði, en var þó lúmskt spenntur að hitta þennan mann og kynnast innvolsi sendiráðsins. Sendiherrann, James Irvin Gadsden, er afrísk-amerískur, suðurríkja-séntilmaður fram í fingurgóma og gaf hann mér uppskrift að Pekanhnetuskúfum sem voru í hávegum hafðir í fjölskyldu hans,“ bætir hann við.

Arnar Eggert kolféll fyrir skúfunum.

„Hreinasta lostæti verður að viðurkennast og fleiri orð hef ég ekki um þessa sérstæðu heimsókn, en ítarlegri lýsingar má finna með einföldu gúgli, enda enduðu herlegheitin sem grein í áðurnefndu jólablaði,“ segir hann og lætur uppskrift að fyrrnefndum skúfum fylgja með.

Pekanhnetuskúfar

Arnar Eggert skreytir jólatré.

Botn – Hráefni:

350 g rjómaostur
450 g smjör (mjúkt)
4 bollar hveiti (sigtað)

Aðferð:

Hrært saman og kælt í 1 klst. Síðan eru mótaðar litlar kúlur (ca. 2 sentimetrar) og þeim þrýst í lítil múffuform. Þau eru svo fyllt með pekanhnetufyllingunni og bökuð við 150°C í fimmtán til tuttugu mínútur.

Fylling – Hráefni:

4 egg
3 bolli púðursykur
2 bolli pekanhnetur (gróft saxaðar)
1/2 bolli pekanhnetur til skrauts ofan á
60 g smjör (mjúkt)
1½ tsk. vanilludropar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
01.11.2023

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu