fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Matur

Birta gerði systur sínar brjálaðar: „Ég held að þær hafi verið hættar að blikka augunum á þessum tímapunkti“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 1. desember 2018 11:00

Birta Björnsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Svipurinn á systrum mínum tveimur er það sem fyrsta kom upp í hugann þegar ég var beðin að rifja upp minningar tengdar jólamatnum,“ segir fréttakonan Birta Björnsdóttir og hlær þegar hún er beðin um að rifja upp matartengda minningu um jól.

Sjá einnig: Uppnám á Þorláksmessu: „Ég vissi ekki hvort ég ætti að gráta eða hlæja“.

„Ég er þeirra elst og því fyrst að ná þeim óvinsæla (van)þroska að vera alveg jafn spennt fyrir jólamatnum og pökkunum. Allt árið sæti ég gagnrýni frá öllum fjölskyldumeðlimum fyrir að borða óheyrilega hægt. Sem ég geri. En það er alveg sérstaklega illa liðið þann 24. desember,“ bætir hún við.

Bugast ekki

Hún segir þetta oft hafa gert systur hennar gjörsamlega brjálaðar á sjálfan aðfangadag.

„Þónokkur jól þurfti ég því að reyna að njóta hamborgarhryggjarins hennar mömmu undir starandi augnaráði systra minna sem höfðu allan daginn legið undir jólatrénu og potað í, hrist og jafnvel þefað af pökkunum. Það gerðist! Ég reyndi að láta þetta ekki á mig fá, lagði reglulega frá mér hnífapörin og reyndi að brydda upp á skemmtilegum og jólalegum umræðum. Það þótti systrum mínum ekki vænt um og héldu áfram að horfa píreygar á mig. Ég held að þær hafi verið hættar að blikka augunum á þessum tímapunkti. Í minningunni var ég enn að tyggja síðasta bitann þegar systur mínar voru búnar að planta sér við rætur jólatrésins,“ segir Birta og brosir. Hún lætur þó ekki undan þrýstingi.

„Ég lét þetta þó ekki beygja mig og borða enn lúshægt, alla daga ársins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum