Þessi smáréttur er einstaklega einfaldur og rennur ljúflega niður.
Hráefni:
1 búnt grænn ferskur aspas
2 hvítlaukar
parmesan ostur
Aðferð:
Setjið vatn í pott ásamt smá salti og sjóðið aspasinn í um það bil 3 mínútur.
Takið aspasinn þá uppúr og kælið hann snöggt niður t.d. með því að láta renna á hann kalt vatn eða setja hann í klakabað. Með því komist þið hjá því að elda hann of mikið.
Þegar aspasinn hefur kólnað er hann steiktur á pönnu uppúr olíu og smá klípu af smjöri þar til hann fer að brúnast og er hann einnig kryddaður með salti og pipar.
Hvítlaukurinn er skorinn í mjög þunnar sneiðar og er síðan djúpsteiktur.
Því næst er djúpsteikta hvítlauknum stráð yfir ásamt parmesan ostinum. Þessi réttur er mjög góður einn og sér eða sem meðlæti með nánast hverju sem er.